Leikfélagið Fljúgandi fiskur

Leikfélagið Fljúgandi Fiskar var stofnað af Þóreyju Sigþórsdóttur 1998.
Í verkum sínum hafa Fljúgandi Fiskar leitast við að kanna leikhúsformið út frá nýju sjónarhorni.  Fyrsti vísirinn að FF var einleikurinn Skilaboð til Dimmu eftir Elísabetu Jökulsdóttur hann var fluttur í dagskrá með leiknum ljóðum á tjaldi “brotabrot…af íslensku skáldkonum”.

Næsta verkefni árið 1998 var leikritið Hótel Hekla eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálmsdóttur í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur.  Í þeim “ljóðleik” fléttuðu höfundarnir Anton og Linda ljóðum eftir íslensk ljóðskáld við hefðbundinn texta og reyndu á þomörkin á milli ljóðs og leikhúss þar sem hversdagsleiki leikhússins rann saman við súrrealískan heim ljóðsins. 

Sýningin Hótel Hekla var styrkt af Norræna Menningarsjóðnum, framleidd í samvinnu við Norræna Húsið í Reykjavík og frumsýnd á sænsku þar.  Hótel Hekla var síðar sýnd á íslensku í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í Reykjavík.   Sýningin fór í leikferðalag til Svíþjóðar og Finnlands og var á fjölunum í Abo’s Svenska Teater í Abo og í Pero’s Teater í Stokkhólmi.  Þessi leikhús voru einnig meðframleiðendur að verkinu.

Árið 2000 settu Fljúgandi Fiskar upp multi-media sýningu af leikriti Evrípídesar Medeu.  Leikgerð fyrir tvo leikara í leikstjórn Hilmars Oddssonar.  Þar ranns saman í eina heild tónlist, kvikmynd og sviðsleikur.

Medea var frumsýnd í Iðnó og var hluti af Reykjavík Menningarborg árið 2000.  Medea var studd af Evrópska Menningarsambandinu Culture 2000.  Medea var sýnd á Lakeside Art Center í Nottingham og ICA í London, Englandi og á Tampere Off-Festival í Tampere Finnlandi.

Get In Touch

Already know what you want? Get an instant quote for your project!

Pin It on Pinterest

Share This