Kennari

Þórey er viðurkenndur kennari NGT raddþjálfunar frá The Voice Studio International í London. Hún hefur haldið ýmis námskeið bæði í raddbeitingu og leiklist og starfað sem fastur kennari við Leiklistardeild LHÍ og Austurbæjarskóla.

Þórey kenndi raddbeitingu við Listaháskóla Íslands (leiklistardeild 2002-2004, listnámskennsludeild 2002-2012), og hefur hún haldið námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands, Leiðsöguskóla Íslands og fyrir ýmsa skóla og fyrirtæki.

Þórey útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og lauk MA gráðu í Advanced Theatre Practice (devised theatre) frá The Royal Central School of Speech and Drama í London 2012. Árið 2004 útskrifaðist Þórey með kennsluréttindi í leiklist frá Listaháskóla Íslands.

Þórey hefur starfað sem leikkona og leikstjóri víða. Þ.á.m. í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, sjálfstæðum leikhópum í kvikmyndum og hjá áhugaleikfélögum. Síðast lék Þórey einleikinn Ódó á gjaldbuxum sem Gjóla setti upp og í sýningunni mammamamma sem leikhópurinn Opið út setti upp og, báðar sýningar í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið.

Þórey er listrænn stjórnandi leikfélagsins Fljúgandi Fiskar og hluti af leikhópnum Head of a Woman http://headofawoman.com

Pin It on Pinterest

Share This