Leiklistarnámskeið

Vinnusmiðjan Leikur, tjáning,sköpun  vinnur með sköpunarferlið frá hugmynd að sýningu.  Vinnusmiðjan er verkleg, farið verður í  ferlið í samþjappaðri mynd til að finna hvernig það er uppbyggt og hvaða æfingar nýtast til að finna kveikjur og búa til atriði.  Einnig verður tekið fyrir hvernig hægt er  að nýta raddæfingar með leiklistaræfingunum.  Þórey byggir námskeiðið á “Leikur, tjáning,sköpun”  handbók leiklistarkennara,  sem kom út hjá Námsgagnastofnun 2009.

Leikur tjáning sköpun, handbók fyrir leiklistarkennslu eftir Þóreyju Sigþórsdóttur

Hægt er að panta sérsniðna útgáfu af þessu námskeiði fyrir hópa.

 

Pin It on Pinterest

Share This