Raddnámskeið

Viltu kynnast þinni eigin rödd betur? Auka hljóm hennar, blæbrigði og úthald?

Nú í janúar/febrúar 2013 mun Þórey Sigþórsdóttir vera með raddnámskeið.

Námskeiðin eru hugsað fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að kynnast sinni eigin rödd og kanna möguleika hennar, annars vegar fyrir leikara, og svo fyrir kennara, leiðsögumenn og alla þá sem nota röddina sem atvinnutæki. Einnig þá sem hafa hugsað sér að sækja um inngöngu í leiklistarskóla hér eða erlendis.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og tíma verða kynntar síðar.

Hvert námskeið er fimm skipti fjóra klst í senn. Alls 20 klst. Hámarksfjöldi er 8 á hvert námskeið.

Verð 25.000.- kr.

Áhugasamir hafi samband við Þórey í síma 6991988 eða með tölvupósti thorey25@gmail.is fyrir skráningu og nánari upplýsingar.

Á námskeiðinu verður unnið með öndunaræfingar, raddæfingar og texta, bæði í hóp og einstaklingsvinnu. Hér gefst tækifæri til að auka úthald, hljóm og blæbrigði raddarinnar. Tæknin sem Þórey notar byggir á raddþjálfun Nadine George frá The Voice Studio International í London en Þórey hefur unnið með henni og þjálfað frá árinu 1996. Sjá http://www.voicestudiointernational.com

Þórey hefur kennt raddbeitingu við Listaháskóla Íslands, leiklistardeild og kennsluréttindadeild, og haldið námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands, Leiðsöguskóla Íslands og fyrir ýmsa skóla og fyrirtæki. Þórey Sigþórsdóttir er leikkona, raddþjálfari og leiklistarkennari. Hún kennir leiklist við Austurbæjarskóla og raddbeitingu við Listaháskóla Íslands. Þórey útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og lauk MA námi í Advanced Theatre Practice (devised theatre) frá The Royal Central School of Speech and Drama í London 2012. Árið 2004 útskrifaðist Þórey með kennsluréttindi í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Þórey hefur starfað sem leikkona og leikstjóri víða. Þ.á.m. í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, sjálfstæðum leikhópum í kvikmyndum og hjá áhugaleikfélögum. Síðast lék Þórey í sýningunni mammamamma sem leikhópurinn Opið út setti upp og einleikinn Ódó á gjaldbuxum sem Gjóla setti upp, báðar í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið. Þórey er hluti af leikhópnum Head of a Woman http://headofawoman.com

Pin It on Pinterest

Share This